Þingfundi frestað fram á mánudag

Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar tók þátt í umræðunni í …
Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar tók þátt í umræðunni í nótt. Skjáskot/althingi.is

Forseti Alþingis frestaði þingfundi kl. 00.22 í nótt, en þá var enn á annan tug þingmanna á mælendaskrá í umræðu um veiðigjald. Engir þingfundir verða um helgina en þingfundur hefst að nýju á mánudag, og að óbreyttu heldur umræðan um veiðigjald áfram.

Eins og sagt var frá á mbl.is í gærkvöldi var mikil andstaða meðal stjórnarandstæðinga að haldinn skyldi kvöldfundur, m.a. af þeirri ástæðu að þingmenn þyrftu að komast til sinna kjördæma og halda upp á Sjómannadaginn á sunnudag. Einn var sá sem vildi funda sem lengst, utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson. Í lokaræðu kvöldsins benti Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hins vegar á að Össur hefði læðst út úr húsi fljótlega eftir að hann lét orðin falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert