„Erum að hugsa um okkar eigin hag“

„Það þarf að taka þessi frumvörp til baka og það þarf að vinna þetta upp á nýtt,“ segir skipstjórinn Sigurður Samúelsson, sem tók þátt í samstöðufundi útvegsmanna og sjómanna, sem fram fór á Austurvelli í dag. „Við erum bara að hugsa um okkar eigin hag.“

Sigurður er bjartsýnn á að sátt náist. „Það verða allir að gefa eftir, það er bara þannig,“ segir hann og bætir við: „Ég er að koma fyrir sjálfan mig og mína félaga.“

Jón Axelsson tekur í svipaðan streng. Hann telur nauðsynlegt að fylkingarnar verði fengnar að samningaborðinu með einhvers konar sáttasemjara.  „Ég held að sjómenn og útvegsmenn hafi stuðning þjóðarinnar því að þetta eru heildarhagsmunir þjóðarinnar sem hér eru að veði,“ sagði Jón í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert