Höldum ró í aðildarsamningum

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Ómar Óskarsson

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, hvatti menn til að halda ró sinni varðandi aðildarviðræður að Evrópusambandinu á Alþingi í dag. Hann segir það fjarri að umsóknarferli Íslands að sambandinu hafi gengið hægt fyrir sig.

„Það er mikilvægt að það gangi vel og ástæða til þess að fara varlega vegna umrótsins og yfirvofandi breytinga á sambandinu. Okkar markmið er að ná sem allra hagstæðustum samningum og fljótaskrift og óeðlilegur flýtir vegna pólitískrar óþreyju hérna heima má ekki taka ferlið yfir með þeim afleiðingum að við sitjum uppi með lakari samning en efni standa til,“ sagði Björgvin og skorar á þingheim og þjóð að halda ró.

Hann segir mikilvægt að klára samninginn og að kosið verði um hann vonandi á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert