Forseti sleit þingfundi

Forseti Alþingis sleit þingfundi um kl. 15:50 í dag, en þingmenn hafa í dag rætt um veiðigjöld og fundarstjórn forseta. Ekkert samkomulag er um þingstörf og hefst fundur að nýju eftir helgina.

Umræður um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld hafa staðið í samtals um 66 klukkutíma. Fluttar hafa verið 159 þingræður og þingmenn hafa 1044 sinnum komið upp í andsvörum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert