Missti stjórn á bifreið í ösku

mbl.is/ÞÖK

Bifreið valt á hringvegnium rétt austan við Gígjukvísl um kl. 18 í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru tvær konur, sem eru erlendir ferðamenn, í bifreiðinni. Talsverð aska hafði safnast á veginum og varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.

Konurnar sakaði ekki en bíllinn skemmdist talsvert. Lögreglan segir að tilkynnt hafi verið um óhappið kl. 17:53 í dag.

Lögreglan segir að haft hafi verið samband við Vegagerðina sem hreinsaði veginn í framhaldinu.

Lögreglan bendir ökumönnum á að fara varlega þar sem aska safnist saman, þá sérstaklega við brýr. Þegar öskulag sé á veginum þá geti bílar farið að rása, og það sé ekki ósvipað því aka á malarvegi. Séu ökumenn óvanir þá geti þeim brugðið.

Konurnar voru fluttar til Reykjavíkur með rútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert