Þjóðarhagsmunum ekki fórnað fyrir þinglok

Friðrik Tryggvason

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga fundi milli þingflokksformanna og forseta Alþingis vegna samkomulags um þinglok vera á dagskrá.

„Það hafa verið samtöl milli manna hérna í þinghúsinu en það hefur ekkert komið út úr því og við vitum ekkert hvað þingfundur muni stendur lengi. Ég vil því ekki útiloka að það verði sumarþing miða við það hvernig staðan er í dag,“ segir Ragnheiður.

Hjá Alþingi bíða nú á bilinu 70 til 100 mál sem ríkisstjórnin ætlaði að klára á yfirstandandi þingi. Meðal þess sem bíður afgreiðslu eru fjölmiðlalög, rammaáætlun o.fl. mál.

„Við semjum ekki hagsmuni þjóðarinnar út af borðinu til að fá þinglok. Hins vegar ef ríkisstjórnin tekur tillit til þeirra fjölda athugasemda sem fiskveiðistjórnunarfrumvörpin hafa fengið þá er möguleiki að við getum samið um þinglok. Ætli ríkisstjórnin að hunsa allar þær athugasemdir og vera söm við sig verður ekkert samið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert