Keppti meðal þeirra bestu

Um helgina var haldin árleg Erzberg enduro-keppni í Austurríki en hún er talin ein þeirra erfiðustu í motorcross-heiminum. Vestmannaeyingurinn Benóný Benónýsson tók þátt í keppninni í ár, fyrstur Íslendinga, en hann keppir á GasGas 300ec.

„Þetta er búin að vera mjög skemmtileg keppni og mér hefur gengið ágætlega. Á föstudaginn og laugardaginn voru undanrásir og það voru 1.500 keppendur sem tóku þátt í þeim. Þá er keyrður 13 km langur vegur upp námufjallið Erzberg og reynt að ná sem mestum hraða í brautinni. 500 efstu komast inn í aðalkeppnina og ég komst inn með naumindum á rásnúmerinu 499,“ segir Benóný.

Auk þess að keppa í aðalkeppninni tók Benóný þátt í RockedRide sem er keppni í brekkuklifri og lenti þar í 250. sæti af nærri 500 þátttakendum. Að sögn Benónýs eru um 45.000 manns á svæðinu meðan á keppninni stendur og meðal þátttakenda eru flestir HardEnduro-ökumenn heims, t.d. David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo og Paul Bolton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert