Kynbætt kannabis á Íslandi

Kannabis
Kannabis Reuters

Kynbættar kannabisplöntur eru í umferð hér á landi og af þeim sökum er marijúana, sem unnið er úr plöntunum, nú sterkara en nokkru sinni áður. Innlend kannabisræktun hefur aukist mjög eftir efnahagshrunið og koma um fjögur hundruð mál á hverju ári inn á borð lögreglunnar.

Var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Haft er eftir Karli Steinari Valssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan stöðvi ræktun að meðaltali um einu sinni til tvisvar í viku.

„Þessi markaður fyrir kannabisefni er mjög sterkur hérna á Íslandi. Ein af ástæðunum fyrir því að marijúana, sem er ræktað hér, hefur komið í staðinn fyrir hassið er sú hversu „gott efni“ er um að ræða. Mönnum er sem sagt að takast að kynbæta plönturnar,“ sagði Karl Steinar í viðtali í kvöldfréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert