„Getum þakkað Eyjafjallajökli“

Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli
Eyjafjallajökull séður frá Hvolsvelli Myndavél Mílu

Aðilar í ferðaþjónustu á Íslandi eiga Eyjafjallajökli margt að þakka. 20% aukningu ferðamanna til Íslands á fyrstu fimm mánuðum ársins má rekja til þeirrar landkynningar sem eldgosinu fylgdi að sögn verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Mikil uppbygging er í ferðaþjónustu um allt land.

„Við erum að sjá 20% aukningu ferðamanna fyrstu fimm mánuðina á árinu. Það er risastór aukning í samhengi við aðrar þjóðir. Annars staðar sjá menn kannski 1-3 prósenta aukningu en það er enginn að sjá þessa aukningu hjá sér,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hún segir því ekki að neita að eldsumbrot síðustu ára hafi mikið að segja. „Við getum þakkað Eyjafjallajökli mjög margt. Við fórum í framhaldinu af stað með átak þar sem við sögðum frá því að Ísland væri opið þrátt fyrir Eyjafjallajökul. Eins erum við að vinna í því að fá ferðamenn hingað allt árið. Við erum að reyna að finna leiðir til þess að laða fólk einnig út á landsbyggðina. Hingað til á árinu hefur aukningin verið að mestu bundin við höfuðborgarsvæðið,“ segir Sigríður.      

Fimm nýir matsölustaðir á Ísafirði

Sigríður segir miklar væntingar gerðar til ferðaþjónustu um allt land og víða á mikil uppbygging sér stað. Gróska á Vestfjörðum er eitt besta dæmið um það. „Það er hægt að borða á 25 stöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Það er mikil breyting á aðeins örfáum árum,“ segir Sigríður.

Mesta breytingin er á Ísafirði þar sem fimm nýir staðir hafa verið opnaðir nú í vor. Hér má sjá aukningu í fjölda veitingastaða á norðanverðum Vestfjörðum á síðustu tveimur árum.

Ísafjörður:

2010

Faktorshúsið í Hæstakaupstað
Bakarinn
Thai Koon
Hamraborg
Hótel Ísafjörður /Við Pollinn
Gamla Bakaríið
Langi Mangi - (var þar sem nú er Bræðraborg - aðallega bar)  
Vesturslóð (var þar sem nú er Edinborg Bistró Bar)
Tjöruhúsið
Krílið

2012
Húsið - nýr 2012
Bakarinn
Kaffi Ísól (Pönnukökuhúsið) - nýtt 2011
Subway - nýr 2012
Thai Koon
Hamraborg
Faktorshúsið í Hæstakaupstað - nýr 2012 (var áður rekinn af öðrum rekstraaðila) 
Hótel Ísafjörður /Við Pollinn
Gamla Bakaríið
Bræðraborg - nýr 2012
Edinborg - Bistro Bar - nýir rekstraraðilar 2012
Tjöruhúsið
Krílið

Bolungarvík
Einarshúsið
Geirabar

Suðureyri
Talisman

Flateyri
Vagninn

Þingeyri /Dýrafjörður
Simbahöllin
Hótel Sandafell
Hótel Núpur

Súðavík
Amma Habbý
Jón Indíafari

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir.
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert