Náttúran á hálendinu spænd upp

Erlendur ökumaður pikkfastur á Klausturselsleið í fyrrasumar.
Erlendur ökumaður pikkfastur á Klausturselsleið í fyrrasumar. mbl.is/Skarphéðinn

Fyrir skömmu var sagt frá svöðusárunum eftir akstur jeppa og sexhjóla veiðimanna og fleiri aðila víða á slóðum á svæðinu norðan Vatnajökuls og sýndu myndirnar með greininni í Morgunblaðinu hrikalegt ástand. Þegar slóðinn er orðinn ófær aka menn við hliðina og spjöllin vaxa stöðugt, nýir slóðar myndast.

Markviss viðbrögð ráðamanna hafa enn sem komið er verið lítil. Þórhallur Þorsteinsson á Egilsstöðum er í stjórn Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, hann er reyndur jeppamaður. Hann skoraði fyrir nokkrum vikum á menn að láta loka illa förnum slóðum þar til búið væri að gera við þá.

„Það er ekki varið nema nokkur hundruð þúsund krónum í lagfæringar á slóðunum en þyrfti að veita í þetta tugi milljóna króna,“ segir Þórhallur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Vegagerðin er svo illa stödd. Sveitarstjórnin og undirnefndir hennar hlusta meira á hreindýraveiðimennina sem veiða um 300 dýr á svæðinu. Þetta getur þýtt að nærri því jafnmargir jeppar séu að aka um þess slóða á hverju ári. Og svo er sums staðar verið að lengja þessa slóða þó að það eina rétta sé að loka þeim í bili.“

Ólöglegur akstur utanvegar.
Ólöglegur akstur utanvegar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert