Leyfi til að fara í vísindaferð

Í dag tóku 26 nemendur, sem hefja nám í HÍ í haust, við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ. Styrkurinn nemur 300 þús kr. og niðurfellingu skráningargjalda á fyrsta ári. Alexander Gabríel Guðfinnsson var einn þeirra en hann stefnir á nám í læknisfræði i haust einungis 17 ára gamall. Hann þyrfti því að fá skriflegt leyfi foreldra sinna til að fá að fara með í vísindaferðirnar í haust.

Simona Vareikaite var einnig á meðal nemenda sem hlutu styrkinn en hún flutti til landsins frá Litháen fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það dúxaði hún í Fjölbrautaskólanum í Ármúla um síðustu jól.

Skólanum bárust 77 umsóknir en 17 stúlkur og 9 strákar hlutu styrkinn sem veittur var í fimmta skipti í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert