Mikilvægt að farið sé betur með fjármunina

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rax

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skynsamlegt að breytingar á bótakerfinu miði einkum að því að einfalda það og draga úr tekjutengingum. En slík endurskoðun verði einnig að miða að betri nýtingu þess fjármagns sem varið sé til málaflokksins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans í dag.

„Nú segja fréttir að nýjar hugmyndir til breytinga muni einfalda kerfið til muna en kosta um 10 milljörðum meira á ári. Er þetta ráðlegt fyrir þjóð sem rekur ríkissjóð með tuga milljarða halla, með gjaldmiðil í höftum og þarf að grynnka á erlendum skuldum? Myndi hagsýn húsmóðir leggja þetta til?“ spyr Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert