Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. mbl.is/Árni Torfason

Vegfarendur eru minntir á framkvæmdir á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu Kaffistofunnar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að akbrautin í austur verður breikkuð og lagfærð og að gengið verður frá við Litlu kaffistofuna.

Verklok eru áætluð í júlímánuði og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið og virða bæði merkingar og hraðatakmarkanir.

Einnig er vert að minna ökumenn á að fimm tonna ásþungi verður á Miðárbrú í Dalasýslu vegi 54, í dag og næstu daga vegna vinnu. Unnt verður að aka um hjáleiði á vegi númer 582 meðan á framkvæmdum stendur.

Síðustu daga hafa fjallvegir verið að opnast, en frekari upplýsingar um það má fá á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Víða er þó allur akstur bannaður á hálendinu vegna aurbleytu og hættu á skemmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert