Hjólagarpar í Tour de Hvolsvöllur

Frá ræsingu á 110 km leið í Tour de Hvolsvöllur. …
Frá ræsingu á 110 km leið í Tour de Hvolsvöllur. Mynd fengin af vef Hjólreiðafélags Reykjavíkur.

Hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur var ræst í morgun en þetta er í annað sinn sem áskorunin fer fram. Fjölmenni tekur þátt í keppninni og var boðið upp á þrjár vegalengdir: 110 km frá Reykjavík, 48 km frá Selfossi og 14 km frá Hellu.

Hjólaleiðin liggur að stórum hluta eftir þjóðvegi 1 og eru vegfarendur því beðnir um að sýna aðgát meðan á áskoruninni stendur en sjálfsagt að hvetja þátttakendur.

Fjöldi manns kemur að Tour de Hvolsvöllur og verða vel valdir aðilar á hverri stöð sem sjá til þess að allt gangi vel og snurðulaust fyrir sig.

Við endamarkið á Hvolsvelli verður tekið vel á móti þátttakendum og fylgdarfólki þeirra með dagskrá í miðbænum frá kl. 10.

Á vef Hjólreiðafélags Reykjavíkur má sjá myndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert