Fordómar gagnvart flóttamönnum

Málefni tveggja hælisleitenda frá Alsír sem reyndu að laumast um borð í vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar hafa vakið athygli á aðstæðum hælisleitenda hér á landi. MBL Sjónvarp ræddi við hælisleitendur sem segja vistina í Reykjanesbæ ekki góða og að þeir finni reglulega fyrir fordómum.

Hælisleitendur eru vistaðir á farfuglaheimilinu Fit í Reykjanesbæ á meðan málefni þeirra eru tekin fyrir en þeir sem MBL Sjónvarp náði tali af hafa beðið í sex mánuði eftir að fá úrlausn mála sinna. Á meðan er lítið fyrir þá að gera annað en að hangsa, þeir segja lítið í boði fyrir sig í Reykjanesbæ og undrast að hælisleitendum skuli vera komið fyrir þar.

Á laugardaginn bættust tveir hælisleitendur við hópinn sem bíður á Fit og eru þeir nú ríflega 30 talsins og búist var við einum til viðbótar í dag en algengast er að það taki um 6 mánuði að afgreiða málefni hælisleitenda þótt dæmi séu auðvitað um að það hafi tekið mun lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert