„Þetta eru vond vinnubrögð“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), segist ekki hafa skilið þann flýti sem var á loftslagsmálinu og bendir á að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila við undirbúning frumvarpsins.

„Þetta kom alltaf munnlegt frá umhverfisráðuneytinu. Það var aldrei neitt skriflegt lagt fram. Það var ekkert samráð haft við hagsmunaaðila við undirbúning frumvarpsins, ekkert samráð um hvað væri í raun og veru í gangi, þannig að menn mátu það þannig að leggja fram alla þessa fyrirvara, sem höfðum um málið í umsögninni okkar, í þinginu,“ segir Pétur sem gagnrýnir „vond vinnubrögð“ ráðuneytisins í tengslum við málið.

„Samtökin eru sett í afar erfiða stöðu þar sem það eru miklir hagsmunir í húfi að það gildi sambærilegar reglur hér á landi og úti í Evrópu um úthlutun losunarheimilda og viðskipti með þær, að það sé tekið tillit til ákveðinnar sérstöðu hér á landi en hins vegar hefur nánast ekkert samráð verið haft við samtökin, ólíkt því sem áður var, og að lokum hefur umhverfisráðuneytið sett mjög mikla tímapressu á málið án þess að færa fyrir því sannfærandi rök. Mikil tortryggni ríkir því í garð þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið,“ segja SA, Samtök iðnaðarins, Samtök álframleiðenda, Samorka og Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda í sameiginlegri umsögn um loftslagsfrumvarpið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka