Beraði sig á götu úti

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um tíuleytið í morgun um mann sem hafði flett sig klæðum og berað kynfæri sín fyrir framan konu sem var að ganga með hundinn sinn í austurborginni.

Ekki er vitað hver var þarna á ferð en mannsins er nú leitað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert