Íslendingar hjátrúarfyllri eftir hrun

Hjátrú Íslendinga tekur til ótal margra óútskýranlegra hluta. Til að ...
Hjátrú Íslendinga tekur til ótal margra óútskýranlegra hluta. Til að mynda trúa sumir því að svartir kettir boði ógæfu. Jakob Fannar Sigurðsson

Hjátrú Íslendinga hefur aukist eftir hrun samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjólu Daggar Helgadóttur sálfræðings. „Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum,“ segir Fjóla Dögg.

Fjóla Dögg fékk nýlega birta grein í vísindatímaritinu Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders um rannsókn sína á hjátrú Íslendinga samanborið við Ástrala fyrir hrun. Niðurstöður samanburðarrannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar voru mun hjátrúarfyllri en Ástralir á árunum rétt fyrir hrun og að hjátrú hefur þar að auki náin tengsl við áráttu- og þráhyggjuröskun.

Fjóla vinnur um þessar mundir að rannsókn sem sýnir fram á að hjátrú Íslendinga hefur aukist eftir hrun, sem er að hennar sögn í takt við þróun í löndum þar sem efnahagshrun hefur átt sér stað. Hún starfar við sálfræðimeðferðir og rannsóknir í Oxford háskóla. 

„Efni greinarinnar tekur til rannsóknar sem ég framkvæmdi árið 2007, þegar allt var í blóma á Íslandi. Þá var ég stödd í Ástralíu og starfaði hjá sálfræðirannsóknarmiðstöð sem sérhæfði sig í áráttu-og þráhyggjuröskun. Rannsóknir okkar leiddu í ljós að mikil tengsl eru á milli áráttu-og þráhyggjuröskunar og að sterk og víðtæk hjátrú getur í einhverjum tilfellum kveikt þessa röskun hjá fólki,“ segir Fjóla Dögg. 

„Á Íslandi er ákveðin hjátrú ofin saman við menninguna. Margir trúa til dæmis að látnir ættingjar fylgist með manni, að manneskjur geti átt svokallaðar „fylgjur“ og við notum heitið „undra- eða töfrahugsun“ yfir þessa tegund hugsunarháttar,“ segir Fjóla Dögg og bætir við að hjátrú geti einnig til að mynda verið trú á stjörnuspár, að hugboð séu möguleg og að draumar séu fyrirboðar um atburði framtíðar.

Hjátrú sterkust í vanþróuðum löndum

Hún segir hjátrú af þessu tagi tengjast þróunarstigi landa. „Þegar ég segir frá þessum þætti menningarinnar á Íslandi reka útlendingar upp stór augu þar sem Íslendingar eru þjóð með hátt menntunarstig og gott velferðarkerfi. Óvenjulegt er hversu góðu lífi hjátrúin hefur lifað í gegnum þróun landsins því hjátrú er yfirleitt mest hjá vanþróaðri löndum,“ segir Fjóla Dögg. 

„Mín samanburðarrannsókn tók til háskólanema á Íslandi annars vegar og Ástralíu hins vegar. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að var mun meiri á Íslandi auk þess sem einstaklingar sem höfðu sterka hjátrú höfðu fleiri einkenni áráttu-og þráhyggjuröskunar,“ segir Fjóla Dögg.

Efnahagshrunið hér á landi árið 2008 kveikti hjá Fjólu áhuga á að kanna hvort breyting hefði orðið á hjátrú Íslendinga fyrir og eftir kreppu.

„Eftir hrun framkvæmdi ég samanburðarrannsókn sem leiddi í ljós að hjátrúarhegðun jókst eftir hrun á Íslandi. Ég lagði þá fyrir nákvæmlega sömu kvarða á milli ára og fann að áráttu- og þráhyggjuröskun þeirra sem hafa sterka hjátrú hafði aukist umtalsvert. Slík aukning er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem voru framkvæmdar í Þýskalandi og Bandaríkjunum fyrir síðari heimstyrjöld,“segir Fjóla Dögg.

Hún segir skýringuna mögulega liggja í andlegri líðan fólks í erfiðum aðstæðum. „Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum. Í einhverjum tilfellum getur hún líka vakið með fólki þá tilfinningu að þeir hafi stjórn á aðstæðum þegar sú er ekki raunin í veruleikanum,“ segir hún. 

„Það reynir þá að finna aðferðir til að hafa áhrif á umhverfi sitt, jafnvel þótt þær aðferðir brjóti í bága við gagnrýna hugsun. Hjátrúin er þá ákveðið haldreipi.“ segir Fjóla Dögg og bætir við að í því samhengi sé áhugavert að líta til þess hversu sterk hjátrú var meðal Íslendinga á árunum fyrir hrun þegar aðstæður Íslendinga voru almennt betri og því ef til vill minni þörf á haldreipi hjátrúar.

Tölvusálfræðingur tekst á við félagsfælni

Fjóla hefur mörg járn í eldinum en doktorsverkefni hennar var þróun tölvumeðferðar þar sem boðið er upp á meðferð við félagsfælni. „Félagsfælnir einstaklingar eiga erfitt með að segja nei, taka alla aðra fram yfir sjálfa sig og eiga í miklum kvíða og jafnvel þunglyndi tengt því,“ segir Fjóla Dögg. Hún hefur nú sett á laggirnar fyrirtæki sem sinnir meðferð af þessu tagi í gegnum netið. „Við höfum fært okkur í nyt þekkingu á skilvirkustu leiðunum til að komast yfir félagskvíða og þróað meðferð sem gagnast getur fólki hvaðanæva að úr heiminum,“ segir Fjóla Dögg en með verkefninu er ákveðið bil brúað milli klínískrar sálfræði og gervigreindar að hennar sögn. „Meðferð við félagsfælni er nú hægt að sækja hjá tölvusálfræðingnum og erum við að vinna að meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun um þessar mundir, sem mun líklega koma út á næsta ári,“ segir hún.

Vefsíðu fyrirtækis Fjólu má finna hér. 

„Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í ...
„Það er líkt og Íslendingar sæki styrk í hjátrúna í erfiðum aðstæðum,“ segir Fjóla Dögg Helgadóttir klínískur sálfræðingur.
mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...