Yfirráðaréttur verði tryggður

Grímsstaðir á Fjöllum, séð til austurs.
Grímsstaðir á Fjöllum, séð til austurs. mbl.is

„Það er eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna að tryggja að eignarhald og langtíma yfirráðaréttur yfir landi og auðæfum lands og sjávar fari ekki út úr okkar samfélagi. Við megum engan tíma missa.“

Þetta segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, m.a. í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Bæjarstjóri Norðurþings neitar því að átök innan VG og almenn umræða trufli vinnu fulltrúa sveitarfélaganna við undirbúning uppbyggingar á Grímsstöðum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann hins vegar hafa áhyggjur af áhrifunum á þá sem vilji fjárfesta. „Það þarf að nálgast alla með virðingu og hætta gaspri og góli. Ef menn ástunda svona vinnubrögð getur reynst erfitt að fá fjárfesta til landsins yfirleitt, ekki aðeins kínverska,“ segir Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Bergur segir að sveitarstjórnarmenn líti á Grímsstaðamálið eins og hvert annað þróunarverkefni í ferðaþjónustu og fari með það eins og önnur mál sem snúa að atvinnuþróun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert