Gangbraut yfir Hringbraut betrumbætt

Gangbrautarljós á Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verða endurnýjuð nú í vikunni og verða þau í leiðinni færð um nokkra metra til að falla betur að aðliggjandi gönguleiðum.

Áætlað er að hefja framkvæmdir á miðvikudagskvöld eftir kl. 20:00 og verður unnið eitthvað fram eftir nóttu. Mikil áhersla er lögð á að vinna verkið á þeim tíma sem skapar  minnsta truflun fyrir umferð. Náist ekki að vinna verkið á miðvikudagskvöld verður haldið áfram á fimmtudagskvöld.

Lokað verður fyrir umferð um hluta Hringbrautar og henni vísað á hjáleiðir um Suðurgötu, Skothúsveg, Sóleyjargötu  og Bjarkargötu, sem verður tímabundið breytt í einstefnuakstursgötu.

Hér má sjá nánar um verkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert