Skordýr í höfrum

Hafrar sem voru innkallaður
Hafrar sem voru innkallaður

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði heila hafra - oatgroats þar sem skordýr (bjöllur) hafa fundist í þeim.  
Verslanir Heilsuhússins, Lifandi Markaður, Nettó Njarðvík, Samkaup Úrval Ísafirði, Vöruval Hf Vestmannaeyjum og Heilsuver Suðurlandsbraut hafa selt hafrana.

Þar sem í vörunni fundust skordýr telst hún óhæf til neyslu og skal því öll lotan innkölluð í samræmi við ákvæði matvælalaga. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu ehf. hefur þegar verið brugðist við og umrædd vara (með best fyrir enda „DEC/2012“) fjarlægð úr hillum verslana.

Viðskiptavinir sem keypt hafa „Heila hafra-oatgroats“ frá Heilsu með best fyrir lok desember 2012 (enda DEC/2012) eru beðnir um að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt og fá hana bætta eða farga henni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert