Treysta ekki á áætlun um eyðingu vargs

Í Mývatnssveit.
Í Mývatnssveit. mbl.is/Golli

Oddviti Skútustaðahrepps gagnrýnir nýja reglugerð um verndun Mývatns og Laxár og segir að vinnubrögð umhverfisráðuneytisins við gerð hennar hafi verið með þeim hætti að þau gætu dregið úr vilja heimamanna til að taka þátt í friðlýsingu fleiri svæða í hreppnum.

Þá geti reglugerðin orðið til að ónýta mikið starf við baráttu gegn vargi við Mývatn. „Ég hef búið hér í mörg ár og mér finnst að íbúar hafi sterka tilfinningu fyrir náttúrunni hér og vilji henni allt það besta. En viðmótið og framkoman er svolítið eins og við viljum það ekki og séum...ja, ég segi ekki hryðjuverkamenn...en að það sé eins og við viljum ekki vernda náttúruna,“ segir hún.

Helsti ágreiningurinn sé um baráttu gegn vargi. Sveitarstjórnin vildi fá inn í reglugerðina ákvæði um að heimilt væri að veiða mink, ref, stóra máva og hrafn og að það verk yrði á forræði sveitarfélaga. Í umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að reglugerðin myndi ekki hafa áhrif á baráttu gegn vargi.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að reglugerðin var sett 10. júlí sl. og hún fyllir sex blaðsíður og er í 28 greinum. Svæðið sem um ræðir er í þremur sveitarfélögum; að mestu í Skútustaðahreppi en einnig í Norðurþingi og Þingeyjarsveit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert