Einföldun umræðunnar um myntlán

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Kristinn

Nokkur umfjöllun hefur verið um grein lögmannanna Lúðvíks Bergvinssonar og Sigurvins Ólafssonar um vanskil á því sem þeir kalla ólögmæt lán. Í greininni er m.a. fullyrt að bankarnir hafi vísvitandi brugðið á það ráð að dulbúa lánveitingar sínar sem lán í erlendum myntum „í þeim tilgangi að lagfæra gjaldeyrisstöðu sína. Þeir hafi sérstaklega beint þessum gengistryggðu lánum að viðskiptavinum þó þeim væri vel kunnugt um yfirvofandi lækkun og fall krónunnar, enda gerendur á því sviði, segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Brynjar málið ekki jafn einfalt og framsetning tvímenninganna gefur tilefni til að ætla.

Það hefur gleymst í umræðunni, segir Brynjar, að fjármálafyrirtæki og stjórnendur þeirra vöruðu viðskiptavini sína við áhættu vegna umræddra lána. Viðbrögð við slíkum aðvörunum létu hins vegar ekki á sér standa. Þannig segir Vilhjálmur Bjarnason háskólakennari í viðskiptafræðum í viðtali við Morgunblaðið í febrúar 2007:

„Mér finnst hræðsluáróður íslensku bankanna um að Íslendingar verði að hafa tekjur í erlendum myntum undarlegur því öll höfum við tekjur í íslenskum krónum sem fylgja erlendum myntum þegar til lengri tíma er litið. Þær leiðbeiningar bankanna um að viðkomandi lántakandi verði að hafa tekjur í erlendum gjaldeyri til að geta tekið erlent lán eru að hluta til réttar, en byggjast á því að viðkomandi einstaklingur sé asni...."

Fleiri gerðust fjármálaráðgjafar að þessu leyti og t.a.m. ráðlagði Egill Helgason fólki að taka erlend lán í desember 2007 „því það væri nánast eins og kraftaverk hve hratt gengi á höfuðstólinn.“

 Grein Brynjars má lesa í heild í blaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert