Sífellt seilst lengra í pyngju foreldra

„Flestar hækkanir á þjónustu á vegum borgarinnar lenda á foreldrum og öðrum uppalendum því yfirleitt er um að ræða þjónustu er tengist börnum og unglingum.“ Þetta segir í ályktun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.

Í ályktuninni segir að foreldrar hafi kvartað undan verðhækkun á nemakortum í Strætó, en þau kostuðu 20 þúsund krónur í fyrra og giltu í níu mánuði en 38.500 krónur núna og gilda í ár. „Vissulega gilda kortin lengur, en margir framhaldsskólanemar á höfuðborgarsvæðinu nýta sér einkum Strætó yfir skólamánuðina. Auk þess eru það yfirleitt foreldrar sem standa straum af þessum kostnaði og þykir okkur sífellt seilst lengra í pyngju þeirra.“

Á það er bent að hækkun gjalda, auka skipulagsdagar og fleira í þeim dúr sé kostnaður sem leggist beint á fjölskyldur. Marga muni um minna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert