Moggahvolpar og tækifæri Sjálfstæðisflokks

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Allt logar stafna á milli í illdeilum í húsi Vinstri-grænna. Fyrrverandi ráðherra mætir ekki á flokksráðsfund og sitjandi þingmaður telur slíkt tímaeyðslu. Hnútukast og brigslyrði ganga manna á milli,“ segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir hann að aðstoðarmaður formannsins hafi látið kné fylgja kviði og skrifað niðrandi um þá sem fremstir hafa farið innan Vinstri-grænna í kröfunni um að staðið verði í lappirnar í andstöðunni við aðild að Evrópusambandinu.

Í grein sinni segir Óli Björn m.a.: „„Moggahvolpar“ og „nátttröll“ skulu þeir kallaðir sem gagnrýna forystuna fyrir undanlátssemi við Samfylkinguna og fylgispekt við aðildarviðræður. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson væru kallaðir hvolpar, hvað þá „Moggahvolpar“, af samflokksmönnum.“

Óli Björn segir nú tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Með róttækum tillögum og harðri stjórnarandstöðu getur Sjálfstæðisflokkurinn gengið til kosninga og gert að engu þá „hótun“ sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri-grænna um að nauðsynlegt sé að fylgja eftir þeim „árangri“ sem náðst hefur „með áframhaldandi samstarfi vinstrimanna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili“.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert