Straumsvík stækkar 2014

Í steypuskála álversins í Straumsvík.
Í steypuskála álversins í Straumsvík. mbl.is/Golli

Framleiðsluaukning álversins í Straumsvík er enn í hægri vinnslu, að sögn Ólafs Teits Guðnasonar, talsmanns Alcan.

Framkvæmdum við straumhækkun var frestað fyrr í sumar og í framhaldinu sagði Rio Tinto Alcan upp samningi við verkfræðifyrirtækin Hatch og HRV sem annast áttu stækkunina.

„Ráðist verður í stækkunina, en frekar hægur gangur er á henni þessa dagana. Stórum áföngum er þó lokið, til að mynda er búið að hefja framleiðslu á nýrri afurð, ljúka uppfærslum á svokallaðri aðveitustöð auk þess sem uppsetning á búnaði sem er forsenda fyrir straumhækkuninni er mjög langt komin,“ segir Ólafur Teitur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert