Vigdís sakar Ögmund um hræsni

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir mbl.is

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra fyrir að hafa ekki greitt atkvæði með tillögu sem hún lagði fram á Alþingi í vor þess efnis að kjósa ætti um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Vigdís lagði til að þjóðin yrði spurð um afstöðu til áframhaldandi viðræðna við ESB samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem fram fer í haust.

Ögmundur skrifaði grein í Fréttablaðið í vikunni undir fyrirsögninni „ESB og lýðræðisrétturinn“. Þar segist hann vilja bera þetta mál undir þjóðina. „Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil.“

Í Facebook-færslu Vigdísar í dag spyr hún hvers vegna Ögmundur hafi ekki greitt atkvæði með tillögu sinni og spyr hvort afstaða Ögmundar beri ekki vott um hræsni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka