Jarðir líklega teknar eignarnámi

Talsmaður Landsnets segir meiri líkur en minni á því að einhverjar jarðir verði teknar eignarnámi svo unnt verði að reisa svonefndar Suðvesturlínur. Landeigandi segir að með auknum þrýstingi á landeigendur sé farið á bak við sveitarstjórn sem vinni að skipulagsbreytingum sem útiloki möstrin. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Landsnet hefur í rúmt ár reynt að ná samningum við landeigendur á Reykjanesi um að fá að reisa háspennumöstur. Eydís Franzdóttir, ábúandi í Landakoti á Vatnsleysuströnd, segir að fyrirtækið hafi haft samband við marga eigendur í þessari viku og gefi stuttan umhugsunarfrest. „Þeir hafa verið að hamast í landeigendum og reyna að fá þá einn og einn á fund til sín til þess að semja um lagningu háspennulínu í trássi við vilja bæjarstjórnarmeirihluta sveitarfélagsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert