Rúmur milljarður í leigutekjur

Í október 2008 átti sjóðurinn 100 eignir en á nú …
Í október 2008 átti sjóðurinn 100 eignir en á nú 2.050. Flestar eignirnar eru á Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

Leigutekjur íbúðalánasjóðs eru 1.050-1.100 milljónir á ári og standa þær undir rekstrarkostnaði allra 2.052 eigna sjóðsins auk þess að skila framlegð upp í fjármagnskostnað.

Flestar eignir Íbúðalánasjóðs hefur sjóðurinn fengið í hendur eftir bankahrun. Í október árið 2008 átti sjóðurinn 100 eignir en á 2.050 í dag.

„Eignastaða sjóðsins er langsamlega mest á Reykjanesi. Þar á hann um 660 eignir. Ef miðað er við sölutölur árið 2011 á því svæði gæti það tekið sex ár að losa sjóðinn við þessar eignir í hefðbundnu söluferli,“ segir Ágúst. Hann segir mun auðveldara að losa sjóðinn við eignir á höfuðborgarsvæðinu og það sýni hve ólík markaðssvæði sjóðurinn glímir við eftir landshlutum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í dag er sjóðurinn með um 880 eignir í útleigu og fer þeim fjölgandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert