SUF vill aukið fjármálalæsi

Fjármálalæsi ungmenna er stórlega ábótavant að mati Sambands ungra Framsóknarmanna.
Fjármálalæsi ungmenna er stórlega ábótavant að mati Sambands ungra Framsóknarmanna. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir auknu fjármálalæsi ungs fólks.

Í ályktun frá samtökunum segir að fjármálalæsi íslenskra ungmenna sé stórlega ábótavant, sem megi til dæmis sjá á þeirri umræðu sem skapast hefur í kringum smálánin svokölluðu.

„Hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á smálán getur hver sjálfráða einstaklingur tekið lán hvenær sem er sólarhringsins, sé viðkomandi ekki á vanskilaskrá. Vextirnir eru ósiðlega háir og mikið hefur borið á því að ungmenni lendi í óviðráðanlegum skuldavandræðum. Stjórn SUF telur mikilvægt að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi og þjálfun í því að umgangast peninga strax á grunnskólaaldri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert