Snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum

Snjóþekja er á Öxnadalsheiði - enn er ekki mikill snjór …
Snjóþekja er á Öxnadalsheiði - enn er ekki mikill snjór eins og myndin sýnir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á Norðausturlandi er snjóþekja, krapi og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingur er á Dettifossvegi. Óveður er á Hólasandi og Mývatnsöræfum, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi er snjóþekja á Vatnsskarði, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði, hálkublettir og óveður er á Siglufjarðarvegi frá Ketilási í Siglufjörð.

Leiðin frá Lokinhamradal að Stapadal í Arnarfirði er nú ófær í fjörunni við Skútabjörg og ekki fær neinum bílum a.m.k. til næsta vors.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert