Guðlaugur Þór umvafinn kvenfólki

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dró hornsæti í þingsalnum í …
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dró hornsæti í þingsalnum í dag en þó ekki þetta sæti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eins og kunnugt er var Alþingi sett í dag en meðal þess sem gert er af því tilefni er að alþingismenn draga um það hvaða sæti þeir fá úthlutað til afnota yfir veturinn. Sá útdráttur fór fram í dag að vanda og ræður þá tilviljun því ein hvar þingmenn lenda og hjá hverjum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig á Facebook-síðu sinni í kvöld um hlutskipti sitt í sætadrættinum að þessu sinni og segir farir sínar ekki nógu sléttar þar sem hann hafi fengið hornsæti í þingsalnum. „Ekki gott. Tekur heila eilífð að komast í stólinn.“

Hins vegar var niðurstaðan ekki eintómt svartnætti því Guðlaugur Þór segir að á móti komi að hann sé umvafinn kvenfólki. „En... ég er umvafinn kvenfólki :) Unnur Brá Konráðsdóttir, Guðfríður Lilja og Ólína :) Þannig að þetta verður í fínu lagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert