Taka ekki þátt í innistæðulausum skýjaborgum

Borgarstjórn Reykjavíkur á fundi.
Borgarstjórn Reykjavíkur á fundi. mbl.is

Í tilefni af tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um útsvarslækkun vill meirihluti Besta flokks og Samfylkingar koma eftirfarandi á framfæri:

 „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði í dag fram algjörlega ófjármagnaða tillögu um útsvarslækkun - af því að borgarreksturinn gengur svo vel. Sami hópur sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku um að aðgerða væri þörf því borgarreksturinn væri á hverfanda hveli. Þetta er óásættanlegur málflutningur og vilja borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar koma því skýrt fram að þessi meirihluti leggur áherslu á ábyrgan rekstur borgarinnar og ætlar ekki að taka þátt í innistæðulausum skýjaborgum á kosningavetri. Telji borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins raunverulega tilefni til þess að lækka útsvarsprósentu verða þeir að segja með skýrum hætti hvaða þjónustu Reykjavíkurborg á að hætta að veita. Það er lágmarkskrafa,“ segir í yfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert