Votta á baðlaugar á hálendinu

Laugast í Landmannalaugum, óvottuðum.
Laugast í Landmannalaugum, óvottuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir er að innleiða hér ýmislegt úr Evrópulöggjöf og regluverki um umhverfismál. Þar á meðal er tilskipun um gæði baðvatns.

„Vinna er hafin hjá Umhverfisstofnun við að tilgreina til bráðabirgða náttúrulaugar sem myndu falla undir gildissvið tilskipunarinnar og yfirvöld vinna að gerð nýrrar reglugerðar um eftirlit með gæðum náttúrulauga á Íslandi, umsjón þeirra og upplýsingagjöf til almennings,“ segir m.a. í umfjöllun um sérstöðu íslenskrar náttúru og markmið umhverfisverndar á Íslandi í samingsafstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB) um umhverfismál.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þetta gæti náð til lauga á hálendinu eins í Landmannalaugum, Laugafelli upp af Eyjafirði og á Hveravöllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert