Allir borga hærri skatta

Skattar hækkuðu eftir efnahagshrunið haustið 2008.
Skattar hækkuðu eftir efnahagshrunið haustið 2008. mbl.is/Kristinn

„Þessar tölur sýna okkur að engum launahópum hefur verið hlíft í skattaaðgerðum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjar tölur um aukna skattbyrði einstaklinga sem unnar voru að hans beiðni af starfsfólki Alþingis og ríkisskattstjóra.

„Því hefur iðulega verið haldið fram að tekjuskattur sé nú lægri hjá 60% launamanna en fyrir hrun. Það getur auðvitað verið að 60% greiði færri krónur til ríkisins, en þau gerðu fyrir hrun, en það er ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, heldur vegna tekjuhruns.“

Í umfjöllun um skattamálin í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að samkvæmt úttektinni hafa skattar á 200.000 króna mánaðartekjur hækkað úr 12,1% í 14,1% síðan 2007 og skattar á 400.000 króna mánaðartekjur hækkað úr 23,9% í 26,9%.

Hækkunin er enn meiri hjá hátekjufólki og má nefna að skattar á milljónar króna mánaðartekjur hafa hækkað úr 31% í 36,7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert