Koma fyrir dómara í næstu viku

Amfetamínið sem lögreglan fann við leit í bifreið mannanna.
Amfetamínið sem lögreglan fann við leit í bifreið mannanna.

Íslendingarnir sjö, sem sitja í gæsluvarðhaldi í Danmörku vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, munu koma fyrir dómara í lok næstu viku, hinn 11. október. Þeir sitja inni ýmist í Kaupmannahöfn eða í nágrenni borgarinnar.

Þetta sagði Steffen Thaaning Steffensen, sem starfar hjá deild skipulagðra glæpa hjá dönsku lögreglunni í samtali við mbl.is. „Þá kemur í ljós hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Steffensen.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa smyglað fíkniefnum, aðallega amfetamíni, til Norðurlandanna frá Hollandi. Höfuðpaurinn er 38 ára gamall Íslendingur búsettur á Spáni, samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni.

Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamínið var falið …
Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamínið var falið undir bílsæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert