Telur framboðið vera dómgreindarbrest

Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jóhannes Gunnar Bjarnason Af vef Vikudags

„Þetta er að mínu viti pólitískur dómgreindarbrestur,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram á vef Vikudags.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í kjördæminu, vill sömuleiðis fara fyrir listanum og bendir flest til þess að kosið verði á milli þeirra. „Á margan hátt hefur Sigmundur Davíð staðið sig vel sem formaður og ég tel farsælast að hann bjóði sig fram á höfuðborgarsvæðinu, þar þarf flokkurinn sannarlega að sækja fram.“

Jóhannes Bjarni segir að tilkynning formannsins hafi komið flokksfólki fyrir norðan verulega á óvart. „Já, það get ég fullyrt, þetta kom flatt upp á alla og fólk er ennþá á undrunarstiginu. Höskuldur er vel liðinn í kjördæminu, hann hefur staðið sig vel sem þingmaður og verður sterkur leiðtogi flokksins í kjördæminu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert