Ehf. ekki jafnfýsileg

Framteljendum til skatts sem reka fyrirtæki í eigin nafni hefur fækkað sleitulaust frá árinu 1997 aðeins að árinu 2009 undanskildu. 1997 reiknuðu 27.057 einstaklingar sér endurgjald. Við álagningu í sumar voru þeir hins vegar 16.268 en voru þó 453 fleiri á árinu á undan og þykir sú fjölgun heyra til tíðinda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ástæða þess að fleiri kjósi að reka fyrirtæki í eigin nafni nú kunni að liggja í hærri tekjuskatti af hagnaði lögaðila, sem hefur hækkað töluvert á undanförnum árum. Þá hefur skattur á arð hækkað úr 10% í 20% o.fl.

„Ef meira er greitt er tekinn skattur af helmingi umframgreiðslunnar eins og um hverjar aðrar launatekjur sé að ræða. Einkahlutafélög eru því augljóslega ekki jafnfýsilegur kostur og áður, miðað við að reka fyrirtæki á eigin kennitölu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert