Ísland er veikur hlekkur í baráttu gegn gengjunum

Sérsveit lögreglu við félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði.
Sérsveit lögreglu við félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. mbl.is

„Þetta er enn ein vísbendingin um að það þurfi að bæta lagaumhverfið. Þetta er líka vísbending um að sá hópur sem lögreglan er að fást við er í auknum mæli að vígbúast og virðist vera að taka saman upplýsingar um lögreglumenn með skipulegri hætti. Maður veltir því fyrir sér í hvaða tilgangi það er gert.“

Þetta segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er árás sem liðsmenn glæpagengisins Outlaws skipulögðu á lögreglumenn en henni var hrundið með handtökum í fyrrakvöld.

Steinar telur málið sýna að lögreglan þurfi meiri rannsóknarheimildir, enda sé Ísland veikur hlekkur í samstarfi Norðurlandaþjóða gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skipulögð glæpastarfsemi kalli á auknar heimildir lögreglu. „Lögreglan þarf betri tæki og tól.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert