Helgi Magnús hæfur

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari mbl.is/Ómar Óskarsson

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, er hæfur til þess sækja mál gegn Gunnari Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta er niðurstaða úrskurðar sem Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp í morgun.

Vísaði dómari frá kröfu Guðjóns Ólafs Jónssonar,  verjanda Gunnars um að vísa ætti málinu frá vegna vanhæfis Helga Magnúsar.

Lögmaður Gunnars krafðist þess að málinu verði vísað frá vegna þess að Gunnar og Helgi Magnús sóttu báðir um starf forstjóra FME árið 2009. Gunnar fékk starfið að loknu hæfnismati.

Gunnar er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd og fyrir brot í opinberu starfi.

Helgi Magnús segir að úrskurðurinn komi honum ekki á óvart enda hafi hann ekki átt von á öðru en að frávísunarkröfunni yrði vísað frá.

Næstu skref í málinu er að í næstu viku verður lögð fram áskorun um frekari gagnaöflun, að sögn Helga.

Sjá úrskurðinn hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert