„Óþarfi að amast við þessu“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja óþarfi að amast við framkvæmdum Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Hún sagðist ekki kannast við að gert hefði verið neitt þegjandi samkomulag um að fara ekki í virkjanaframkvæmdir meðan ekki væri búið að afgreiða rammaáætlun.

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður spurði Jóhönnu út í yfirlýsingar Álfheiðar Ingadóttur, formanns þingflokks VG, um að gert hefði verið þegjandi samkomulag um að fara ekki í virkjanaframkvæmdir meðan ekki væri búið að afgreiða rammaáætlun og að þetta samkomulag væri Landsvirkjun að brjóta. Kristján minnti á að iðnaðarráðherra hefði í maí í fyrra skrifað undir samstarfsyfirlýsingu í orkumálum við sveitarfélögin á NA-landi. Hann spurði hvort ekkert væri að marka þessa yfirlýsingu.

Jóhanna sagði að það hefði verið æskilegt að búið væri að samþykkja rammaáætlun og hægt hefði verið að halda eðlilegum hraða í framkvæmdum í virkjanamálum. Hún sagði að framkvæmdir í Bjarnarflagi, sem nú stæðu yfir, væru í samræmi við skipulag og um þær væri samstaða meðal sveitarfélaga á svæðinu. Rammaáætlun gerði ráð fyrir að þarna yrði virkjað. Hún sagðist því ekki telja ástæðu til að amast við þessum framkvæmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert