Mývatn á rauða listann

Umhverfisstofnun mun í fyrsta sinn setja Mývatn og Laxá á rauðan lista yfir svæði í hættu, vegna ástandsins þar á síðasta ári.

Ástæðurnar eru einkum óvissa vegna áhrifa Bjarnarflagsvirkjunar, hnignun kúluskíts, ágangur ferðamanna og áhyggjur af frárennsli frá íbúðum og hótelum.

Bergþóra Kristjánsdóttir, sem hefur verið umsjónarmaður verndarsvæðisins við Mývatn og Laxá frá 2008, segir í umfjöllun um mál þetta í Morunblaðinu í dag, að í vetur hafi fjöldi ferðamanna sem komi að vatninu margfaldast. Áður hafi kannski mátt sjá 2-4 ferðamenn við vatnið á dag að vetri en nú komi þangað fjölmargir á hverjum degi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert