Klámið ekki stöðvað með opinberu eftirliti

Guðbjartur Hannesson ráðherra.
Guðbjartur Hannesson ráðherra. Ómar Óskarsson

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra telur ekki rétt að berjast gegn sölu og dreifingu klámefnis með opinberu eftirliti. Hann telur að best megi sporna við klámvæðingunni með því að höfða til velsæmis fólks.

Guðbjartur hefur vakið athygli á umræðu um klám sem fram mun fara á ráðstefnu um málefnið í háskóla Íslands 16 október. „Menn hafa haft áhyggjur af breyttum viðmiðum sem netheimar hafa verið að gefa. Þar er falskur heimur sem blekkir,“ segir Guðbjartur. „Hjá ungum piltum hefur skapast óraunverulegur heimur og það er áhyggjuefni,“ segir Guðbjartur.

Í landinu eru lög sem banna dreifingu og sölu á klámefni en engu að síður má finna verslanir sem bjóða til sölu klámfengið efni. „Við leggjum áherslu á að stöðva þessa þróun en það verður ekki gert með opinberu eftirliti. Við ætlumst til þess að fólk fylgi þeim lögum sem eru í gildi. Gráu svæðin eru mjög mörg þegar kemur að klámefni og það sem helst þarf er að almenningsálitið breytist. Sterkari viðhorfsmótun og betra eftirlit á heimilum. Sérstaklega gagnvart börnum og unglingum,“ segir Guðbjartur

Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum

Ráðstefna verður um klám þann 16. október.
Ráðstefna verður um klám þann 16. október. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert