Ósátt við að fá ekki eftirlit

Þörf er á fleiri krabbameinslæknum á spítalanum, að sögn framkvæmdastjóra …
Þörf er á fleiri krabbameinslæknum á spítalanum, að sögn framkvæmdastjóra lyflækningasviðs. mbl.is/ÞÖK

„Ég fékk ekki tannpínu, ég fékk brjóstakrabbamein,“ sagði kona á miðjum aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Henni líður illa yfir því að hafa ekki fengið tíma í eftirliti á Landspítalanum í sumar og haust.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að konan fékk síðast tíma í janúar og átti von á að fara aftur í skoðun um mitt árið. Hún var ekki enn búin að fá tíma í seinni skoðun ársins í gær.

Þá er hún búin að bíða í hálft annað ár eftir uppbyggingu nýs brjósts og bólar ekkert á aðgerðinni. Konan sagði Morgunblaðinu sögu sína en óskaði eftir nafnleynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka