Aðeins Alþingi getur rekið Svein

Hart hefur verið sótt að Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda að undanförnu vegna umdeildrar skýrslu um fjárhags- og bókhaldsskerfi ríkisins. Fram kom í gær að embætti hans hefur frá 2007 þegar skilað alls sex af þeim átta skýrslum sem Alþingi hefur beðið um.

Stjórnarliðarnir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafa sagt að Sveinn eigi að víkja til hliðar, a.m.k. tímabundið. Embætti Sveins heyrir undir forsætisnefnd Alþingis en Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að Alþingi geti vikið ríkisendurkoðanda frá.

„En það er ekki í valdi þingforseta að gera slíkt,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Svein Arason ríkisendurskoðandi.
Svein Arason ríkisendurskoðandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert