Drengurinn slapp en hjólið ekki

Reiðhjólamaðurinn slapp með skrekkinn.
Reiðhjólamaðurinn slapp með skrekkinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnstu munaði að illa færi þegar 12 ára hjólreiðamaður á ferð yfir Þórunnarstræti á Akureyri varð fyrir léttri vörubifreið. Hann slasaðist lítið sem ekkert en var án hjálms þegar áreksturinn átti sér stað.


Ökumaður bifreiðarinnar var að beygja frá Þingvallarstræti inn á Þórunnarstræti þegar hann lenti á vegfarandanum. Við það kastaðist hjólreiðamaðurinn ungi af hjólinu á götuna. Hjólið lenti undir bílnum og gjörskemmdist. Til allrar lukku kastaðist drengurinn úr aksturslínu bílsins en ökumaður hans sá vegfarandann aldrei og gerði því ekki tilraun til þess að stöðva bílinn fyrir áreksturinn.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var bifreiðin ekki á mikilli ferð og er hjólreiðamaðurinn lítið sem ekkert slasaður. Hann var án reiðhjólahjálms þegar atvikið átti sér stað.  

Vill lögreglan brýna fyrir hjólreiðamönnum að nota hjálm á ferðum sínum. Gerð verður skýrsla um málið en tryggingafélög munu síðar úrskurða um ábyrgð beggja aðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert