Hraða úttekt ríkisendurskoðunar

Þorkell Þorkelsson

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, og ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, hafa ákveðið að úttekt á Ríkisendurskoðun, sem hollenska, norska og sænska ríkisendurskoðunin standa nú að verði hraðað, og henni skilað til Alþingis og Ríkisendurskoðunar sem allra fyrst.

Verður þetta gert fyrir tilstuðlan fjáraukalaga sem forseti Alþingis mun beita sér fyrir. „Á fjáraukalögum þessa árs verði fjárheimild til að mæta kostnaði við þessa úttekt og kostnaði sem stafar af þeim forgangi sem úttektin á að hafa,“ segir í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni segir jafnframt að tilgangur þess að flýta málum sé tryggja það að trúnaðartraust á milli þingmanna og stofnunarinnar komist á sem fyrst.

Er þess vænst að þar verði m.a. farið yfir þau mál sem til umræðu hafa verið síðustu vikur í tengslum við starf stofnunarinnar.

„Ríkisendurskoðun, hin mikilvæga eftirlitsstofnun Alþingis með framkvæmdarvaldinu, verður að njóta óskoraðs trausts þingsins og þingmanna,“ segir í tilkynningunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert