12,4 stiga frost við Mývatn

Vetur konungur bankaði hressilega upp á á nokkrum stöðum á landinu í nótt. Frost mældist m.a. 12,4 stig á Mývatnsöræfum og 11,5 stig á Þingvöllum. Þá mældist 12 stiga frost við Grímsstaði á Fjöllum.

Áfram er spáð næturfrosti. Veðurstofan spáir breytilegri átt, yfirleitt 3-5 m/s en heldur hvassara með suðurströndinni.

Yfirleitt bjartviðri. Þykknar upp suðvestantil síðdegis með lítilsháttar súld en léttskýjað eða bjartviðri um landið norðanvert. Rigning um landið S-vert á morgun, en annars bjart og þurrt. Víða næturfrost, en hiti 0 til 7 stig yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert