Jarðskjálftahrina í Vatnajökli

Frá Vatnajökli.
Frá Vatnajökli. mbl.is/Rax

Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa mælt jarðskjálftavirkni í Vatnajökli í dag og í gær. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur er upp á þrjú stig samkvæmt jarðeðlisfræðingi Veðurstofunnar.

Skjálftarnir eiga upptök sín í Kverkfjöllum. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftarnir tengist líklega eldvirkni á svæðinu en ekki sé óalgengt að mælar nemi jarðskjálftavirkni á þessum slóðum. „Það er mjög algengt að fá jarðskjálftahrinu í Kverkfjöllum og er hún að öllum líkindum tengd því að þar er virk eldstöð,“ segir Benedikt.

Hann segir þetta ekki klingja sérstökum viðvörunarbjöllum. „Við finnum skjálftavirkni þarna í hverjum mánuði en ég get ekki sagt til um það hvenær síðasta hrina fannst þarna,“ segir Benedikt. 

Jarðskjálftahrina mælist við Kverkfjöll.
Jarðskjálftahrina mælist við Kverkfjöll.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert