260 þús. eftir 4 ára háskólanám

Lífeindafræðingar á Landspítalanum funduðu í dag með Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra en þegar stéttin gerði kjarasamninga í fyrrasumar var þar sérstök bókun um að launakerfi lífeindafræðinga yrði endurskoðað en ekki hefur verið byrjað á þeirri vinnu.

Á fundinum kom fram mikil óánægja lífeindafræðinga með kjör sín en eftir fjögurra ára háskólanám hafa þeir um 260 þús. kr. í mánaðarlaun og meðallaun eru í kring um þrjúhundruð þúsund.

Formaður samninganefndar félags lífeindafræðinga var ánægð með fundinn en á þó ekki von á miklum breytingum í bráð eftir svör velferðarráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert